Gullna reglan varðandi soðið pasta

Silvia Colloca gefur góð ráð varðandi soðið pasta.
Silvia Colloca gefur góð ráð varðandi soðið pasta. Mbl.is/Wireimage

Ítalski sjónvarpskokkurinn og bókahöfundurinn Silvia Colloca deildi stærstu mistökum sem fólk gerir er það eldar pasta heima hjá sér – og við erum sek um að hafa brotið allar þessar reglur.

Í nýútkominni bók sinni „Simple Italian“ segir Silvia að þú eigir aldrei að brjóta þurrt spagettíið áður en þú sýður það, því pasta á að snúast áreynslulaust um gaffalinn þegar þú borðar það. Ítalir borða spagettí með því að snúa gafflinum og pastað hringar sig upp eftir gafflinum svo það rennur hvorki af né lekur sósan af því.

Nokkur góð ráð til að elda hið fullkomna pasta að mati Silviu:

  • Pastað heldur sósunni betur á ef þú brýtur ekki pastað til helminga áður en þú sýður það.
  • Olía í vatnið hjálpar ekki til við eldunina, því olían flýtur bara á toppnum og olíuhúðin mun gera það að verkum að sósan nær að festast rétt á pastanu.
  • Til að koma í veg fyrir að pasta festist saman skaltu sjóða það í söltu vatni og hræra nokkrum sinnum í á meðan.
  • Til að elda hið fullkomna „al dente“-pasta ættir þú alltaf að sjóða pastað á fullum hita í stað þess að láta það malla. Ef þú eldar pasta við vægan hita breytist það bara í „límkennt rugl“. Þumalputtareglan er sú að elda pastað mínútu eða tveimur minna en þú myndir áætla. Pastað heldur áfram að eldast eftir að þú tekur það af hellunni. Og ef þú skellir því út í sósu á pönnu telst það einnig eldunartími.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert