Kjúklingasúpan sem gerir menn kjaftstopp

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér er ekkert verið að grínast. Við erum að tala um kjúklingasúpu sem er löngu orðin heimsfræg enda er hún í uppáhaldi á mörgum heimilum. 

Hana er meðal annars að finna í bók Berglindar Hreiðarsdóttur, Saumaklúbbnum, en Berglind fékk uppskriftina upphaflega hjá vinkonu sinni. 

Kjúklingasúpa 

Fyrir um 8 manns

  • 1 poki Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri/bringur
  • 2-3 sætar kartöflur (eftir stærð)
  • 2 rauðar paprikur
  • 1 rautt ferskt chili
  • 1 púrrulaukur
  • 3 hvítlauksrif
  • 2 flöskur Heinz-chilisósa
  • 400 g rjómaostur
  • 700 ml rjómi
  • 900 ml vatn
  • 1 msk. ferskt rósmarín
  • 1 msk. Fond-kjúklingakraftur (fljótandi)
  • karrí, salt, pipar, cheyennepipar, kjúklingakrydd
  • ólífuolía til steikingar

Aðferð:

  1. Skerið kjúkling í bita og steikið upp úr ólífuolíu á pönnu, kryddið með kjúklingakryddi, salti og pipar, leggið til hliðar á disk á meðan annað er útbúið.
  2. Afhýðið sætu kartöflurnar og skerið í litla teninga.
  3. Skerið papriku í strimla ásamt blaðlauk og saxið bæði chili og hvítlauk.
  4. Steikið grænmetið upp úr ólífuolíu og karríi þar til það byrjar að mýkjast, kryddið til með salti og pipar.
  5. Hellið þá rjóma, rjómaosti, chilisósum og vatni saman við og blandið þar til kekkjalaust.
  6. Setjið sætar kartöflur, rósmarín og kjúklingakraft í pottinn og smakkið til með salti, pipar og cheyennepipar.
  7. Leyfið að malla í 30-45 mínútur eða þar til kartöflurnar verða mjúkar í gegn. Hellið þá kjúklingnum saman við og hitið áfram stutta stund.
  8. Berið fram með góðu naanbrauði.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert