Hér er ekkert verið að grínast. Við erum að tala um kjúklingasúpu sem er löngu orðin heimsfræg enda er hún í uppáhaldi á mörgum heimilum.
Hana er meðal annars að finna í bók Berglindar Hreiðarsdóttur, Saumaklúbbnum, en Berglind fékk uppskriftina upphaflega hjá vinkonu sinni.
Kjúklingasúpa
Fyrir um 8 manns
- 1 poki Rose Poultry úrbeinuð kjúklingalæri/bringur
- 2-3 sætar kartöflur (eftir stærð)
- 2 rauðar paprikur
- 1 rautt ferskt chili
- 1 púrrulaukur
- 3 hvítlauksrif
- 2 flöskur Heinz-chilisósa
- 400 g rjómaostur
- 700 ml rjómi
- 900 ml vatn
- 1 msk. ferskt rósmarín
- 1 msk. Fond-kjúklingakraftur (fljótandi)
- karrí, salt, pipar, cheyennepipar, kjúklingakrydd
- ólífuolía til steikingar
Aðferð:
- Skerið kjúkling í bita og steikið upp úr ólífuolíu á pönnu, kryddið með kjúklingakryddi, salti og pipar, leggið til hliðar á disk á meðan annað er útbúið.
- Afhýðið sætu kartöflurnar og skerið í litla teninga.
- Skerið papriku í strimla ásamt blaðlauk og saxið bæði chili og hvítlauk.
- Steikið grænmetið upp úr ólífuolíu og karríi þar til það byrjar að mýkjast, kryddið til með salti og pipar.
- Hellið þá rjóma, rjómaosti, chilisósum og vatni saman við og blandið þar til kekkjalaust.
- Setjið sætar kartöflur, rósmarín og kjúklingakraft í pottinn og smakkið til með salti, pipar og cheyennepipar.
- Leyfið að malla í 30-45 mínútur eða þar til kartöflurnar verða mjúkar í gegn. Hellið þá kjúklingnum saman við og hitið áfram stutta stund.
- Berið fram með góðu naanbrauði.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir