Við leggjum ekki meira á ykkur gott fólk, en það eru ítalskir dagar í einni helstu gourmet-verslun bæjarins – Sælkerabúðinni.
Meistarakokkarnir í Sælkerabúðinni hefja þetta sumar með stæl og bjóða upp á ítalska daga með öllu því sem matarástin elskar. Úrval af ítölskum forréttum – t.d. burrata, carpaccio og antipasti-forréttaplatta, þar sem bragðlaukarnir verða alls ekki fyrir vonbrigðum. Verslunin býður einnig upp á gott úrval af skinkum og kjötskurði, eins ítalska osta á borð við gorgonzola, parmesan, port salut, kolibrie-geitaost o.fl. Ekki má gleyma pastanu, góðri ólífuolíu og tiramisu ásamt súkkulaðimús með hindberjum sem er ómissandi á ítölsku veisluborði.
Viktor Örn Andrésson, einn af eigendum Sælkerabúðarinnar, segir ítalska matargerð vera í miklu uppáhaldi hjá þeim í versluninni og að þeir hlakki til að taka á móti viðskiptavinum og leiðbeina við val á góðri veislu. Í kjötborðinu má einnig finna kálfa-ribeye, kálfa-milanese, Florentine T-bone-steik og margt fleira. Ítalskir dagar standa fram til 1. maí nk. í Sælkerabúðinni á Bitruhálsi 2, og opið er frá 11-19 alla dagana.
- - -
Fylgstu með Matarvefnum á Instagram. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...
Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl