Svona djúphreinsar þú ísskápinn

Hversu oft þrífur þú ísskápinn þinn?
Hversu oft þrífur þú ísskápinn þinn? mbl.is/​Apart­ment Therapy

Óhreinindi í ísskáp geta myndast fljótt, eða satt besta að segja – allt of fljótt. Og hér er aðferð sem sýnir okkur hvernig best sé að djúphreinsa ísskápinn.

Helstu þrifspekúlantar þarna úti eru á því að við eigum að þrífa ísskápinn á þriggja mánaða fresti, þá erum við ekki að tala um venjuleg þrif á skápnum heldur djúphreinsun – því venjuleg þrif þurfa að eiga sér stað helst vikulega.

Þegar við djúphreinsum ísskápinn tökum við allar hillur og skúffur úr skápnum og spreyjum eftirfarandi blöndu á alla eininguna og þurrkum vel á eftir með góðum og mjúkum klút. Passið að fara vel út í öll horn til að ná öllum bakteríum:

  • 1½ bolli volgt vatn–
  • ½ bolli hvítt edik
  • 5 dropar af ilmkjarnaolíu
  • Allt sett í spreybrúsa.

Til að losna við vonda lykt er snjallasta ráðið að setja ¼ bolla af natroni inn í ísskáp og lyktin er á bak og burt. Lyktin sem myndast í ísskápnum samanstendur af matarögnum sem svífa um og „setjast fyrir“ að lokum í öðrum matvælum og það viljum við alls ekki. Natron er alveg lyktarlaust og gefur því enga aðra lykt á móti – það hreinsar bara, sem er snilldin ein.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert