Nýjustu fregnir úr tækniheiminum segja okkur að komin sé kaffivél á markað sem hitar bæði heitt og kalt. Svissneska fyrirtækið Jura hefur sérhæft sig í espressóvélum í nokkur ár, og nýjasta afurð þess er græja sem getur allar þessar kúnstir og kallast Jura Z10.
Með nýjustu hágæðakaffivélinni getur þú valið úr hvorki meira né minna en 32 mismunandi kaffiréttum – og þar eru kaldir drykkir hluti af úrvalinu. Með Jura-græjunni færðu ís-latte á nokkrum mínútum með því að ýta á einn takka, sem er afar kærkomið á heitum sumardögum. Vélin er gædd þeirri nýju tækni að brugga kaffið í köldu vatni, í stað þess að þurfa að kæla heitt kaffi eins og vaninn er. Útkoman verður bragðmikið ískaffi þar sem ilmurinn er sá sami og kaffið verður ekki biturt. Áhugasamir geta kynnt sér vélina nánar HÉR.