Fullkomin flýtimáltíð fyrir krakkana

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér erum við með eina fljótlega uppskrift sem þykir alltaf jafn góð. Hún kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars á Gotteri.is og ætti að falla í kramið hjá ansi hreint mörgum.

„Stundum er maður algjörlega á síðustu stundu með mat og aðra daga reynir maður að nýta það sem er til í ísskápnum eða frystinum. Þegar stelpurnar mínar spyrja hvað sé í matinn og ég segi „snarl“ þá hoppa þær hæð sína því oftast eru þær ánægðastar með eitthvað slíkt, hahahaha! Ég á alltaf til Hatting-pítsubotna í frystinum því þær elska að gera sér pítsu eða samloku úr þeim svo ég ákvað að skella í eina svona skyndilausn til að deila hér með ykkur, þó svo flestir kunni að sjálfsögðu að grilla samloku með skinku og osti!" segir Berglind um uppskriftina auk þess sem hún lumar alltaf á góðum ráðum í eldhúsinu.

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

„Kids and chips“

Fyrir 4-6 börn

  • 8 x Hatting Mini-pítsubotn
  • 2 x box af silkiskorinni skinku
  • 8 þykkar ostsneiðar (í pakka)
  • 1 poki McCain 5 mínútna franskar
  • kokteilsósa og tómatsósa

Aðferð:

  1. Affrystið pítsubotnana og setjið vel af skinku og osti á milli.
  2. Grillið þar til osturinn er bráðinn og skerið þá hverja samloku í 2-4 hluta.
  3. Berið fram með frönskum, kokteilsósu og tómatsósu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert