Vinsælustu litirnir í eldhúsið

Nýlegt matarstell frá Lyngby Porcelæn, en það er einstaklega gaman …
Nýlegt matarstell frá Lyngby Porcelæn, en það er einstaklega gaman að dekka upp með þessu stelli. Mbl.is/© Lyngby Porcelæn

Það er ekkert lát á pastellitum í dag, og þessa sykursætu liti má finna í helstu nýjungum fyrir eldhúsið.

Klassískur skandinavískur stíll einkennist af björtum einfaldleika og þar passa þessir mjúku litir fullkomlega inn. Þar sem naumhyggja svart-hvítra innréttinga öðlast nýtt líf með lágstemmdum litum án þess að vekja á sér of mikla athygli. Hér fyrir neðan má sjá brot af sætum litum sem finna má í helstu nýjungum fyrir heimilið, eins og veggflísum í eldhúsið og fleira, en við leyfum myndunum að tala sínu máli.

Litrík vatnsglös frá Aida.
Litrík vatnsglös frá Aida. Mbl.is/Aida
Stílhreinir og fallegir diskar frá Lucie Kaas.
Stílhreinir og fallegir diskar frá Lucie Kaas. Mbl.is/© Lucie Kaas
Sniðugu smelliflísarnar frá Click'N Tile láta ekki sitt eftir liggja.
Sniðugu smelliflísarnar frá Click'N Tile láta ekki sitt eftir liggja. Mbl.is/©Click'N Tile
Sniðugu plastkassarnir frá HAY undir allan þarflegan óþarfa – og …
Sniðugu plastkassarnir frá HAY undir allan þarflegan óþarfa – og smellpassa í eldhússkúffurnar. Mbl.is/HAY
Pastellitaðir kertastjakar eru ómissandi.
Pastellitaðir kertastjakar eru ómissandi. Mbl.is/© Hübsch
Látlausar keramíkvörur frá Vanilla Fly.
Látlausar keramíkvörur frá Vanilla Fly. Mbl.is/Vanilla Fly
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert