Það er ekkert lát á pastellitum í dag, og þessa sykursætu liti má finna í helstu nýjungum fyrir eldhúsið.
Klassískur skandinavískur stíll einkennist af björtum einfaldleika og þar passa þessir mjúku litir fullkomlega inn. Þar sem naumhyggja svart-hvítra innréttinga öðlast nýtt líf með lágstemmdum litum án þess að vekja á sér of mikla athygli. Hér fyrir neðan má sjá brot af sætum litum sem finna má í helstu nýjungum fyrir heimilið, eins og veggflísum í eldhúsið og fleira, en við leyfum myndunum að tala sínu máli.