Húsráðið sem er að gera allt galið á TikTok

Mbl.is/Tanyahomeinspo

Hér er húsráð sem við þurfum að prófa sem allra fyrst – en þetta trix gengur hratt yfir netheima þessa dagana. Í stuttu máli sagt erum við að fara að frysta uppþvottalög.

Sniðugur tiktokari að nafni Tanya Home Inspo deildi á samfélagsmiðlinum aðferð sem hjálpar okkur að þrífa brenndan mat af ofngrindum og skúffum. Í stað þess að nota svamp og önnur efni virðist besta leiðin að setja uppþvottalög í ísmolabakka og frysta. Síðan notar þú molana til að nudda og þrífa alla brennda fitu á bak og burt.

Hér ber þó að varast að ruglast á venjulegum ísmolum og þessum hér, og setja út í kaldan drykk. Eins láta aðra fjölskyldumeðlimi vita til að krakkarnir fari ekki að stelast óvart í molana – það gæti endað illa.

Við eigum víst að frysta uppþvottalög til að nota í …
Við eigum víst að frysta uppþvottalög til að nota í þrif. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert