Monkeys Reykjavík opnar í húsnæði Skelfiskmarkaðarins

Eitt umtalaðasta og fallegasta veitingarými landsins er án efa húsnæðið sem alla jafna er kennt við Skelfiskmarkaðinn. Þar hafa ýmsir verið með hugmyndir um rekstur en nú er ljóst að það eru engir aukvisar sem ætla að opna þar stað sem hljómar hreint ótrúlega spennandi.

Staðurinn mun heita Monkeys Reykjavík og stefnt er að opnun í lok júní. Að auki verður lítill kokteilbar við hlið hans. „Nýr húseigandi hafði samband við okkur og við vildum auðvitað passa að það kæmust ekki aðrir rebbar inn í hænsnakofann. Stundum er sókn besta vörnin,“ segir Arnar Þór Gíslason, einn aðstandenda.

Á Monkeys Reykjavík verður japönskum matreiðsluhefðum blandað við matarhefðir frá Perú og reiddir fram spennandi smáréttir. „Við erum með hörkugaura í hverri stöðu og spennandi matseðil. Svo verðum við með útiborð í Hjartagarðinum og spennandi kokteilbar í gamla Sirkushúsinu,“ segir Arnar.

View this post on Instagram

A post shared by Monkeys (@monkeys.reykjavik)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert