Svona nýtir þú rýmið best í lítilli borðstofu

Hringlaga borð koma sér vel í litlum borðstofum.
Hringlaga borð koma sér vel í litlum borðstofum. Mbl.is/Pinterest_hunker.com

Það hafa ekki allir pláss fyrir stóra borðstofu og þá er gott að kunna nokkur góð ráð um hvernig nýta megi plássið þannig að rýmið njóti sín sem best.

Litir

Það getur hjálpað til við stemninguna að nota liti í rýmum – og þannig markar þú umskipti frá einu rými til annars. Ef þú vilt að rýmið virki stærra skaltu velja ljósa liti, því þeir skapa léttara og opnara andrúmsloft en dökkir litir.

Teppi

Motta á gólfið undir borðstofuborðinu getur hjálpað til við að ramma inn borðstofuna, ef ekki er pláss fyrir aðskildar stofur. Þar fyrir utan skapar motta hlýlegt andrúmsloft.

Margnota

Þú getur sameinað borðkrókinn vinnurýminu heima. Ef ekki er pláss fyrir hvort tveggja getur þú með góðu móti bætt við góðum stól sem virkar bæði sem borðstofustóll og vinnustóll.

Hringlaga borð

Hringlaga borðstofuborð eru tilvalin í lítil rými en rúma samt sem áður marga til sætis við borðið. Hringlaga borð eru líka afar móðins þessa dagana og úrvalið hefur aukist töluvert.

Spegill

Það er gefið mál að speglar fá rými til að virka stærri en þau eru. Lóðréttur spegill fær herbergið til að virka stærra og láréttur gefur meiri breidd í rýmið. Þar fyrir utan speglast lýsing vel í þeim, sem gefur meiri birtu en ella.

Plöntur

Það má notast við plöntur til að afmarka borðstofuborðið frá öðru í stofunni. Stórar plöntur geta virkað vel  ef maður vill láta borðstofuna fá meira „sitt rými“ í alrýminu.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Það er heimilislegt að skreyta með plöntum.
Það er heimilislegt að skreyta með plöntum. Mbl.is/Pinterest_bocadolobo.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert