Einn þekktasti veitingastaður heims hættir að selja kjöt

Ljósmynd/EMP/Instagram

Einn þekktasti – og dýrasti – veitingastaður heims, Eleven Madison Park í New York, hefur tilkynnt að ekki verði lengur selt þar kjöt og hætt verði með nánast allar dýraafurðir.

Tilkynningin hefur ollið miklu fjaðrafoki enda þykir hún marka mikil tímamót. Eigandi og yfirkokkur staðarins, Daniel Humm, segir að framtíðin sé grænmeti, bæði ræktuðu á landi og úr sjó, ávextir, baunir, sveppir og korn svo fátt eitt sé talið. Það eina úr dýraríkinu sem boðið verði upp á er mjólk og hungang með te og kaffi.

Staðurinn mun enduropna 10. júní þar sem smakkseðill staðarins kostar um 40 þúsund krónur. Segir Humm að þetta sé áskorun fyrir staðinn sem hann hlakki til að takast á við en sé fyrst og fremst gert af umhverfisástæðum. Heimsfaraldurinn hafi opinberað hversu ósjálfbært ríkjandi kerfi sé og það þurfi að breyta áherslum í mataræði. Því hafi verið ljóst að Eleven Madison Park gæti ekki opnað í sinni núverandi mynd heldur þyrfti róttækar breytingar.

Staðurinn er þó ekki sá eini sem hefur stigið þetta skref því martreiðslusíðan vinsæla Epicurious tilkynnti á dögunum að þar yrðu ekki lengur birtar uppskriftir sem innihéldu nautakjöt auk þess sem matvælarisar á borð við Burger King og Dunkin´ eru farnir að bjóða upp á kjötlausa valkosti sem þykir stórt og mikilvægt skref.

Ljósmynd/EMP/Instagram
Daniel Humm.
Daniel Humm. Ljósmynd/EMP/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka