Svona er best að þvo gallabuxur

Við vit­um að það telst ekki ráðlegt að þvo galla­bux­urn­ar okk­ar of oft, þar sem lit­ur­inn föln­ar og efnið slitn­ar. En þá eru þetta öll trix­in í bók­inni þegar þú þarft að fríska upp á bræk­urn­ar.

  • Þú get­ur frískað upp á galla­bux­urn­ar með því að hengja þær út á snúru í ferskt loft – það er ein­föld og áhrifa­rík aðferð.
  • Lit­ur­inn á galla­efn­inu er eins og þunnt lag á yf­ir­borði trefj­anna í efn­inu. Þegar við þvoum bux­urn­ar í þvotta­vél föln­ar yf­ir­borðið og eft­ir verða hvítu trefjarn­ar und­ir og þar af leiðandi byrja bux­urn­ar að slitna.
  • Til að viðhalda litn­um á bux­un­um skaltu þvo þær sem minnst – og þegar þú þværð þær skaltu gera það eins var­lega og mögu­legt er. Ekki nota meira þvotta­efni en nauðsyn kref­ur og þvoðu bux­urn­ar á lágu hita­stigi. Snúðu bux­un­um á röng­una og notaðu helst þvotta­pró­gramm fyr­ir galla­efni, sé slíkt í boði á þvotta­vél­inni. Þá þvær vél­in þær með réttu magni af vatni, hita­stigi og á mild­um snún­ingi.
  • Ef galla­bux­urn­ar eru orðnar of laus­ar get­ur stutt­ur tími í þurrk­ar­an­um komið þeim aft­ur í rétt form án þess að þurfa snún­ing í þvotta­vél­inni.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert