Þeir sem eru farnir að horfa út fyrir landsteinana, vilja breyta um umhverfi og komast í smá frí – þá er London kannski málið? Þar er að opna risastór bjórgarður í lok mánaðarins.
Bjórgarðurinn er sá stærsti í höfuðborginni til þessa, og er fyrirhugað að opna dyrnar á Suðurbakkanum þann 27. maí nk. Þessu nýja útivistarsvæði verður skipt upp í fjóra hluta þar sem meðal annars má finna leikhúsrými, minigolfi og tejo, sem er vinsæll sport-drykkjuleikur. Samhliða drykkjum verða matarvagnar á staðnum sem er mikilvægt þegar bjórþamb á sér stað. Og útsýnið frá bakkanum er ekki af verri endanum því staðurinn er staðsettur á milli Waterloo Bridge og Westminster Bridge, með útsýni yfir ána og London Eye.
Í sumar verða viðburðirnir eins fjölbreyttir og við er að búast, því ýmsir leikir verða settir af stað, lifandi flutningar, karaokí og dragdrottningabröns – sem er alveg nýtt fyrirbæri og eflaust mjög litríkt og skemmtilegt. Eins verða markaðir á götunum í sumar með sölu á skartgripum, vintage vörum, plöntusölu og margt fleira. Frítt er inn á virkum dögum en það kostar litlar þúsund krónur inn um helgar eftir klukkan 17 á daginn – og ráðlagt er að bóka fram í tímann til að koma í veg fyrir vonbrigði.
- - -
Fylgstu með Matarvefnum á Instagram. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...
Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl