Svona losnar þú við ávaxtaflugur

Ávaxtaflugur virðast ekki vera hrifnar af korktöppum.
Ávaxtaflugur virðast ekki vera hrifnar af korktöppum. mbl.is/womansworld.com

Litlu títlurnar sem sveima um í kringum ávaxtaskálina okkar eru svokallaðar ávaxtaflugur því þær nærast á ferskum ávöxtum. Til eru ýmsar leiðir til að losna við örsmáu flugurnar en þessi þykir sú besta.

Ávaxtaflugan gengur undir ýmsum nöfnum, t.d. bananaflugan eða jafnvel barflugan – en sama hvað hún kallast, þá er alltaf jafn hvimleitt að hafa hana í eldhúsinu og getur gert mann gráhærðan því hún virðist aldrei hverfa á braut sama hvað við reynum. Hér er þó aðferð sem virðist vera áhrifarík; það er að leggja nokkra korktappa í ávaxtaskálina en korkurinn virkar sem náttúrulegt fráhrindandi efni. Flugurnar laðast að sykri og raka sem korkurinn dregur í sig og augljóslega líkar flugunum ekki lyktin af honum.

Best er að nota kork úr náttúrulegum efnum, ekki gerviefnum – og passa að tappinn sé alveg þurr. Þessi aðferð er víst ævagömul en er líka talin sú eina sem raunverulega virkar. Ég held að við leggjum það á okkur að losa nokkrar flöskur við tappa og prófa þessa aðferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert