Það liggur við að um jaðaríþrótt sé að ræða þegar við eltumst við að fá hið fullkomna avókadó – ávöxturinn er oft og tíðum of harður eða úr sér genginn, því brúnn og ljótur. En þá er þetta ráð til að fara eftir.
Þessi stutti gluggi til að ná avókadó rétt eins og við viljum hafa hann er ótrúlega stuttur og óútreiknanlegur. En þá gæti lausnin verið sú að frysta ávöxtinn! Matarunnendur þarna út í heimi virðast nefnilega vera að frysta avókadóið sitt, svo hægt sé að ganga að því fullkomnu eftir þörfum. Hér er samt ekki átt við að henda ávextinum beint inn í frysti, því best sé að mauka nokkra avókadó og búa til litla bolta úr maukinu, jafnvel með ísskeið. Leggja síðan kúlurnar á bökunarpappír á plötu og setja inn í frysti í nokkrar klukkustundir.
Þegar avókadóið hefur náð frosti, er hægt að setja kúlurnar saman í poka til að geyma í frysti. Síðan tekur þú út kúlur eftir þörfum, en einn avókadóbolti ætti að taka um 30 mínútur að þiðna í ísskáp.
Eins má skera avókadóið í sneiðar og frysta þannig með sömu aðferð og hér fyrir ofan. Og gott er að skvetta smá sítrónusafa yfir ávöxtinn til að hann haldist enn betur.