Svona nærðu olíublettum auðveldlega úr fötum

Það er hvimleitt að fá bletti í fötin sín - …
Það er hvimleitt að fá bletti í fötin sín - en það eru alltaf til góð ráð hvernig best sé að meðhöndla blettina. mbl.is/

Olíublettir eru það versta sem við fáum í fötin okkar, sérstaklega í ljósar flíkur. En hér er töfralausn til að fjarlægja þessa erfiðu bletti, svo óþarfi er að henda flíkinni í ruslið.

  • Það sem til þarf í verkið er matarsódi, mýkingarefni, handklæði, vatn og tannbursti.
  • Byrjaðu á því að þurrka mestu olíuna burt. Passaðu að nudda ekki olíuna þar sem hún getur dreift frekar úr sér í fatnaðinum.
  • Leggið nóg af matarsóda ofan á blettinn og látið standa í klukkustund.
  • Blandið bolla af vatni saman við tappa af mýkingarefni og burstið blönduna á blettinn með tannburstanum.
  • Þvoið flíkina samkvæmt leiðbeiningum og hún ætti að verða sem ný.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert