Lét grafa leyniuppskriftina á legsteininn

Kathryn Andrews.
Kathryn Andrews. mbl.is/skjáskot af YouTube

Legsteinn nokkur í Utah-ríki í Bandaríkjum hefur vakið mikla athygli en á honum er heldur óvenjuleg áletrun.

Legsteinninn er á gröf Kathryn Andrews og eiginmanns hennar Wades sem lést árið 2000. Kathryn lést 2019 en ekki fyrr en hún var búin að ákveða hvernig legsteinninn ætti að vera.

Ákvað Kathryn að setja uppskrift að karamellu sem var í miklu uppáhaldi og var auðvitað leyniuppskrift. Var tilgangurinn að komandi kynslóðir gætu notið karamellunnar sem og þær hafa gert því legsteinninn er ákaflega vinsæll viðkomustaður meðal ferðamanna sem vilja ólmir berja legsteininn augum.

Ástarsaga Andrews-hjónanna var löng og falleg en hann var orustuflugmaður í seinni heimsstyrjöldinni. Þau giftu sig eftir að hann sneri heim og eignuðust fimm börn.

Hér er umfjöllun Fox-fréttastöðvarinnar um hjónin og legsteininn fræga.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert