Nýr stóll frá Børge Mogensen lítur dagsins ljós

Lynderup stóllinn er gömul hönnun - en alveg nýr í …
Lynderup stóllinn er gömul hönnun - en alveg nýr í framleiðslu. Mbl.is/Fredericia Furniture

Enn einn stóllinn hefur bæst í flóruna og fær okkur til að vilja bæta í safnið, því við getum alltaf á okkur stólum bætt!

Þessi nýi stóll er hönnun frá árinu 1954 og kallast Lynderup-stóllinn. Hönnuðurinn er enginn annar en Børge Mogensen – með stól sem tengir fortíð við nútíð, með tilliti til framtíðarinnar. Skissur af stólnum fundust í skjalasafni Mogensens í húsinu hans í Lynderup og verða nú að veruleika með splunkunýrri stólahönnun. Stóllinn er staflanlegur, eins fáanlegur í ýmsum litum og kemur með svörtum eða krómfótum.

Það var í lok sjöunda áratugarins sem Børge Mogensen keypti gamalt býli í Lynderup, á norðvesturhluta Jótlands, með frábæru útsýni yfir Limafjörð. Það var hér sem hann lét draumana rætast – og hannaði bústað með tilgerðarlausum innréttingum, þar sem slökun og íhugun voru honum efst í huga. Í dag, næstum 50 árum eftir fráfall Mogensens, verður stóllinn kynntur í fyrsta sinn, en það eru Fredericia Furniture sem framleiða stólinn.

Stóllinn er staflanlegur sem kemur getur komið sér vel.
Stóllinn er staflanlegur sem kemur getur komið sér vel. Mbl.is/Fredericia Furniture
Stílhreinn og smart!
Stílhreinn og smart! Mbl.is/Fredericia Furniture
Mbl.is/Fredericia Furniture
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert