Sláandi staðreynd um uppþvottavélar

mbl.is/Colourbox

Við þekkjum það af eigin raun að vilja fá leirtauið okkar hreint og þurrt eftir snúning í uppþvottavélinni. En stundum virðist sem bleyta sitji ennþá á glösum og hnífapörum – og þá er þetta það sem þú þarft að gera.

Þetta ótrúlega trix var deilt á síðunni „The Organised Housewife“, þar sem sýnt er hvernig þú notar viskastykki til að tryggja þurrt leirtau eftir hvern þvott. Eina sem þú þarft að gera er að bíða eftir að vélin klári að þvo – opna þá vélina og leggja viskastykkið hálft yfir hurðina og loka aftur. Þannig mun viskastykkið gleypa allan raka sem eftir er á diskunum. Sniðugt ekki satt!

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Stórsnjallt húsráð með viskastykki.
Stórsnjallt húsráð með viskastykki. Mbl.is/The Organised Housewife
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert