Veitingastaðurinn sem fólk ferðast um langan veg til að heimsækja

Veitingastaðurinn Antons Mamma Mia er m.a. þekktur fyrir einstaklega ljúffengar …
Veitingastaðurinn Antons Mamma Mia er m.a. þekktur fyrir einstaklega ljúffengar pítsur. Mbl.is/FB_Antons Mamma Mia

Í gömlu fallegu húsi í Reykjanesbæ er vinsælan veitingastað að finna – Antons Mamma Mia en matarvefurinn hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að fólk sé að leggja leið sína úr Reykjavík til að heimsækja staðinn, svo ljúffengur þykir maturinn.

Antons Mamma Mia er nýtt veitingahús, byggt á gömlu nafni – en nafngiftin er tilkomin til minningar um og heiðurs Anton Narvaéz. Núverandi eigendur staðarins tóku við keflinu er Anton féll frá í upphafi verkefnisins, og komu staðnum í stand. Anton var kunnugur veitingabransanum, hann opnaði sinn fyrsta veitingastað, El Sombrero á Laugavegi 73, árið 1984. Árið 1988 opnaði hann veitingastaðinn Argentínu steikhús í Reykjavík og þann stað smíðaði hann frá grunni sem og alla hina staðina. Anton opnaði alls tíu veitingastaði og var með sinn ellefta og síðasta í smíðum, í þessu fallega gamla húsi sem ber nafnið Garðarshólmi (byggt 1915), sem varð að Antons Mamma Mia eftir að Anton lést.

Matseðillinn á staðnum er fjölbreyttur – steikur, hamborgarar, pasta og pítsur, ásamt girnilegum smáréttum. Fólk hefur rómað staðinn í hástert frá opnun í miðjum heimsfaraldri. Kjúklingapastað og beikonpastað er eitt af því vinsælasta sem gestir gæða sér á, ásamt ribey-steikinni og pítsurnar þykja með þeim betri.

Það er óhætt að kalla Antons Mamma Mia steikhús og pítsastað, en fyrst og fremt veitingahús með breitt úrval af gómsætum réttum og köldum á krana.

Þú finnur Antons Mamma Mia í hjarta gamla miðbæjarins að Hafnargötu 18 í Reykjanesbæ.

Sjúllað girnilegur hamborgari!
Sjúllað girnilegur hamborgari! Mbl.is/FB_Antons Mamma Mia
Mbl.is/FB_Antons Mamma Mia
Mbl.is/FB_Antons Mamma Mia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert