Svona veistu hvort þú þarft að skipta um kodda

Vissir þú að koddinn er fullur af ryki og bakteríum?
Vissir þú að koddinn er fullur af ryki og bakteríum? mbl.is/

Hversu oft eigum við að skipta um kodda? Til að svara þessari spurningu er einfalt trix sem þú þarft að fara eftir.

Það er ekki hjá því komist að gamlir koddar eru líklega fullir af bakteríum – og þess vegna ættirðu að skipta um kodda reglulega. En hvenær er tímabært að skipta um kodda? Jú, til er aðferð til að reikna þetta allt saman út, en það sem margir ekki vita er að koddar eru í raun með fyrningardagsetningu. Koddar geyma ryk, svita, húðfrumur og olíur og eru úr sér gengnir á tveimur árum ef um dúnkodda er að ræða – en öðrum tegundum þarf að skipta oftar út.

Svona kemstu að því hvort skipta þurfi koddanum út:

  • Hér er um svokallað „hopp til baka“-próf að ræða. Láttu koddann liggja á rúminu og brjóttu hann saman í tvennt  og haltu honum þannig í 30 sekúndur.
  • Ef koddinn hoppar til baka í upprunalegt ástand er hann í góðu lagi. Ef ekki, þá þarftu að skipta honum út.
  • Eins er mælt með að þvo koddann tvisvar til þrisvar á ári.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert