Eitt glæsilegasta hótel landsins, Hótel Geysir, efnir til konunglegs viðburðar í tilefni að 100 ár eru liðin frá því að konungur og fylgdarlið komu í heimsókn á Geysi. Gúrme matur, uppákomur og góðir gestir munu einkenna hátíðina.
Þann 29 júní næstkomandi eru liðin 100 ár frá því að Friðrik VIII Danakonungur kom í heimsókn á Geysi. Í tilefni þess verður haldin hátíð á hótelinu til að fagna þessum tímamótum. En aðalhátíðin verður haldin helgina 3.-4. júlí, þar sem helstu royalistar landsins verða á svæðinu. Þar á meðal verður Vilborg Eiríksdóttir, meðlimur í Royalistafélaginu, sem mun segja frá aðkomu ömmu sinnar að skautbúningi drottningarinnar. En hún hefur verið að vinna í að fá búning heim sem amma hennar saumaði.
Á sýningunni verða myndir frá heimsókn konungsins og spjöld með ýmsum fróðlegum lesningum. Og þar fyrir utan verða daglegar göngur með fræðslu að Konungssteininum – sem og munir Magnúsar Hannessonar verða einnig til sýnis, auk annara uppákoma - tónlist og góður andi.
Yfirkokkur hótelsins, Bjarki Hilmarsson, sem matreitt hefur ofan í gesti á Geysi nú bráðum í 30 ár – setur saman konunglegan matseðil sem unninn er úr upprunalega matseðlinum og er ótrúlega spennandi. Þeir sem hafa dýpt bragðlaukunum í matseld undir leiðsögn Bjarka, vita að þeir eiga von á góðu.
Hér er sannarlega veisla sem enginn matgæðingur eða royalisti má láta framhjá sér fara, og það á glæstu hóteli í undirfögru umhverfi – Geysi í Haukadal. Þar sem saga og menning á sér langar rætur sem vert er að fagna á viðburði sem þessum, en hægt er að bóka sig eða fá nánari upplýsingar á geysir@geysircenter.is.