Svona fjarlægir þú pennastrik úr fötum

Það er erfitt að ná bleki úr fötum...eða hvað?
Það er erfitt að ná bleki úr fötum...eða hvað? Mbl.is/scoopwhoop.com

Blek er einn af þeim blettum sem við viljum helst ekki sjá í flíkunum okkar, þar sem það situr hvað fastast og haggast ekki í þvotti. Hér er þó aðferð sem virðist svínvirka á vandann!

Þetta hagnýta húsráð hefur fengið mikið lof á samfélagsmiðlum, því augljóst er að margir glíma við pennastrik í fötum sem erfitt er að þrífa burt. En þú einfaldlega dregur fram handáburð og makar á blettinn. Því næst skrúbbar þú létt yfir, og ef þú átt rafmagnstannbursta þá er hann bestur í verkið. Settu því næst flíkina í þvottavélina með hálfum bolla af matarsóda og góðri skvettu af ediki í mýkingarefnaskúffuna. En þessi aðferð mun hreinsa flíkina á undraverðan máta, að sögn sjálflærðra hreingerningarspekúlanta þarna úti. Og ef flíkin er hvít, þá er ekki verra að leyfa henni að þorna utandyra í sólarglampanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert