Svona veistu hvort ávöxturinn er í lagi

AFP

Skál með ferskum og safaríkum ávöxtum er hreinasta hnossgæti á góðviðrisdögum. En til að velja bestu ávextina í búðinni þarftu að kunna þessa aðferð.

Ástralskur maður að nafni Thanh Truong, sem kallar sig „fruitnerd“ á Instagram, deildi myndbandi af því hvernig eigi að velja bestu mandarínurnar (eða appelsínurnar) í búðinni – því við viljum hafa þær eins safaríkar og mögulegt er.

Veldu fyrst tvær mandarínur sem eru svipaðar að stærð. Finndu þyngdina í þeim með því að halda á þeim til skiptis í hendi. Því þyngri sem mandarínan er, því safaríkari er hún. Í myndbandinu má sjá er Thanh velur tvær mandarínur í sömu stærð en þegar hann leggur þær á vigtina sýna þær alls ekki sömu tölu  þar sem þær eru missafaríkar. En rannsóknir hafa sýnt fram á að slíkt gerist á vaxtarskeiðinu og að veðurfar spili þar inn í.

Eins telur hann að best sé að geyma sítrusávexti inni í ísskáp vilji maður lengja líftíma þeirra. Hægt er að sjá myndbandið og fræðast meira um ávexti hjá Thanh HÉR.

Þú finnur „Fruitnerd
Þú finnur „Fruitnerd" á Instagram. Mbl.is/Instagram/fruitnerd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert