Svona áttu að þrífa vatnsflöskuna þína

Hversu oft þværðu vatnsflöskuna þína?
Hversu oft þværðu vatnsflöskuna þína? mbl.is/harfieldtableware.co.uk

„Drekka nóg af vatni“ – er mantran sem við heyrum reglulega og reynum að fara eftir eftir bestu getu. En brúsarnir okkar geta byrjað að lykta ef við þrífum þá ekki, en þá þarftu að gera þetta hér.

Margnota flöskur eru frábærar til að skera niður í einnota plastnotkun, en stóra spurningin er hvenær þú þvoðir hana seinast. Sýklar geta auðveldlega safnast fljótt upp innan í flöskunni, sérstaklega ef við erum mikið að flækjast með hana á ýmsa staði yfir daginn – fyllum hana af vatni en steingleymum að þrífa hana þar til hún byrjar að lykta.

Svona þrífur þú vatnsflöskuna þína:

  • Settu einn bolla af ediki í flöskuna.
  • Fylltu hana af vatni og láttu standa í 10 mínútur.
  • Til að djúphreinsa flöskuna er gott að láta hana liggja alveg í bleyti í edikvatni.
  • Munið að skola vel á eftir þar til edikilmurinn (bragðið) er alveg farinn.
  • Eins má nota sítrónu í stað ediks sem er örlítið bragðbetra.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert