Snakkið sem er algjör snilld

Hnetusnakk sem gott er að eiga í skápunum heima.
Hnetusnakk sem gott er að eiga í skápunum heima. Mbl.is/Getty Images

Saltristaðar og sætar hnetur er ómissandi að eiga við höndina þegar okkur langar í eitthvað til að maula, og þá án þess að taka dýfu ofan í snakkpokann. Hér er uppskrift sem inniheldur hnetur og möndlur og við mælum heilshugar með.

Snakkið sem gott er að eiga (fyrir 6-8)

  • 2 dl vatn
  • 75 g salt
  • 200 g heilar möndlur, kasjúhnetur, pekanhnetur og heslihnetur
  • 2 msk. síróp
  • chili á hnífsoddi

Aðferð:

  1. Sjóðið vatn með salti þar til saltið hefur leyst upp. Bætið þá möndlum og hnetum út í pottinn.
  2. Látið sjóða í 10 mínútur og sigtið þá vatnið frá. Leggið á bökunarplötu.
  3. Bakið í ofni við 125°C þar til alveg þurrar og hafa fengið þunna gráleita salthimnu á sig.
  4. Hitið sírópið á pönnu og bætið chili á pönnuna – veltið hnetum og möndlum saman við blönduna.
  5. Dreifið úr á bökunarpappír og látið kólna. Geymist í lofttæmdu íláti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert