Þið trúið ekki hvað þetta „life-hack“ mun breyta miklu fyrir ykkur næst þegar þið hengið upp myndir eða spegla á vegginn. Þið getið gleymt því að þurfa að mæla allt út og suður með málbandi – skrúfa síðan í vegginn og allt rammskakkt. Því þetta einfalda húsráð er komið til að vera.
Næst þegar þú hengir upp mynd eða spegil sem krefst tveggja festinga með ákveðnu millibili á skrúfum skaltu nota þetta einfalda ráð. Settu málningarteip þvert á milli skrúfugatanna á t.d. speglinum og merktu fyrir götunum á límbandið. Taktu því næst teipið af speglinum og settu á vegginn þar sem þú ætlar að hengja upp. Boraðu götin þar sem þú merktir fyrir, og rífðu svo teipið af veggnum. Þannig færðu hið fullkomna bil á milli sem annars getur reynst erfitt að mæla fyrir. Sjá nánar í myndskeiðinu hér fyrir neðan.
@carolina.mccauley 🪞 Easy hack to hang mirror using tape ✨ ##lifehack ##hometips ##homehacks ##myhome ##diyhacks ##learnontiktok
♬ original sound - mariana :)