Ný POP-verslun fyrir fagurkera

Ný POP-up verslun með íslenskri hönnun hefur litið dagsins ljós …
Ný POP-up verslun með íslenskri hönnun hefur litið dagsins ljós að Laugavegi 94. Mbl.is/Mynd aðsend

Á Laugavegi hefur opnað ný pop-up verslun sem selur fallegar vörur fyrir fagurkera sem kunna gott að meta – og það beint frá býli.

Það eru vöruhönnuðirnir IHANNA HOME, Anna Thorunn, Pastelpaper og BYBIBI sem hafa opnað dyrnar að splúnkunýrri verslun á Laugavegi 94. Hér kemur enginn sælkeri að tómum kofanum sem elskar góða hönnun, því stelpurnar á bak við merkin standa sjálfar vaktina og selja vörur sem fagurkerar elska – fallegar textílvörur í eldhúsið, bolla, skálar, vasa, hliðarborð, litríkar myndir og sængurver svo eitthvað sé nefnt. Það er því vel við hæfi að taka göngu niður Laugaveginn, stoppa á velvöldum stöðum í snæðing og kíkja við á fantaflotta íslenska hönnun – en verslunin er opin í takmarkaðan tíma alla virka daga frá 12-18 og á laugardögum frá 11-16.

Glös, könnur, skálar, textílvörur, litríkar myndir og margt fleiri sem …
Glös, könnur, skálar, textílvörur, litríkar myndir og margt fleiri sem fullkomnar eldhúsið. Mbl.is/Mynd aðsend
Það eru IHANNA HOME, Pastelpaper, ANNA THORUNN og BYBIBI sem …
Það eru IHANNA HOME, Pastelpaper, ANNA THORUNN og BYBIBI sem hafa tekið höndum saman og opnað verslun í takmarkaðan tíma. Mbl.is/Mynd aðsend
Mbl.is/Mynd aðsend
Mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert