Svona verður eldhúsvaskurinn eins og nýr

Mbl.is/VIPP

Það er nauðsynlegt að þrífa eldhúsvaskinn daglega af matarleifum og óhreinindum en það er einnig mikilvægt að vaskurinn fái dýpri þrif í það minnsta einu sinni í viku. Þessi aðferð er alveg skotheld og fær vaskinn til að glansa á ný.

Svona færðu eldhúsvaskinn til að sjæna

  • 1 bolli matarsódi
  • 1/3 bolli uppþvottalögur

Aðferð:

  1. Blandið saman í skál matarsóda og uppþvottalegi – blandan er dálítið þykk í sér.
  2. Penslið blöndunni á vaskinn allan og látið standa í 10 mínútur.
  3. Skrúbbið létt með svampi og skolið vel á eftir.
  4. Þurrkið vaskinn að innan með hreinum klút.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert