Blóm eru falleg, og til að lengja líftíma þeirra er fólk að gera svokallað „blómapúður“ – en slík aðferð gerir fegurð blómanna ódauðlega.
Lesendur matarvefjarins sem elska litrík blóm geta tekið þátt í því vinsæla trendi sem rúllar um samfélagsmiðlana þessa dagana – en aðferðin þykir alltaf vinsæl á þessum árstíma, það er að segja að gera blómaþrykkingu. Það er hin besta skemmtun að tína blóm í næsta göngutúr og búa til blómapúður á karton til að klippa niður og nota sem kort, jafnvel boðskort í brúðkaup eða hengja upp á vegg í eldhúsinu.
En hvað þarf til? Jú, það eina sem þú þarft í verkið er að finna fram falleg blóm, hamar og karton eða vatnslitapappír.