Coca-Cola leyfir ekki orðið „lesbía“ á flöskur

Sérhannaðar flöskur frá Coca-Cola vekja athygli.
Sérhannaðar flöskur frá Coca-Cola vekja athygli. Mbl.is/Coca-Cola/Metro.co.uk

Vinsælasti gosdrykkjaframleiðandi heims, Coca-Cola, er sakaður um svokallaðan „regnbogaþvott“ eftir að í ljós kom að neytendur gátu ekki valið það orð sem þeir kusu á sérhannaðar flöskur frá fyrirtækinu.

Um er að ræða hinsegin kókflöskur þar sem neytendur geta valið sín eigin orð á flöskurnar og pantað. En í ljós kom að orðið „lesbía“ er ekki leyfilegt. Aftur á móti eru orð á borð við „jihadists, nasisti, Qanon og Trump vann“, öll leyfileg – og eins má rita „hommi, kynskiptingur og tvíkynhneigður“, ef vill. Almenningur hefur látið til sín heyra á samfélagsmiðlum og ummælin hafa haldið áfram, þar sem lesbía virðist ekki vera eina orðið sem er bannað, því ekki má rita „Palestína“ – en Ísrael er samþykkt ásamt orðunum „slavery, dead babies og blue lives matter“, þó að setningunni „black lives matter“ hafi verið hafnað.

Samkvæmt nýjustu heimildum hefur gosdrykkjaframleiðandinn opnað fyrir orðið lesbía. Og þeir sem vilja prófa sig áfram á orðum og panta sérhannaða kókflösku, geta leikið sér við að skreyta flöskur HÉR.

Mbl.is/Twitter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert