Trylltasta vöfflu-uppskrift sem sést hefur

Ljósmynd/Hanna

Hér erum við með uppskrift frá henni Hönnu sem er löngu orðin landsfræg fyrir fallegu leirpottana sína sem hún bakar súrdeigsbrauð í ásamt auðvitað ýmsu öðru.

Hér er hún með vöfflur sem ættu að slá í gegn hjá þeim sem elska lakkrís.

Belgískar vöfflur fyrir lakkrísfólkið

Hér kemur ein súperauðveld og fljótleg vöffluuppskrift. Hér er bara nóg að bera fram þeyttan rjóma eða ís með og svo spillir góður kaffisopi ekki fyrir.

Forvinna

Deigið má laga eitthvað áður og stundum er bara betra að láta það standa aðeins.

Hráefni

  • 300 g hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 150 g þristar eða snjóboltar frá Kólus – smátt skorið
  • ¼ tsk. hjartarsalt
  • 4 dl mjólk
  • 1 egg
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 80 g smjör – brætt

Verklýsing

  1. Öllu hráefni blandað saman – hrært vel
  2. Gott að láta deigið standa aðeins á meðan vöfflujárnið er að hitna
  3. Bakað – ágætt að smyrja járnið aðeins með smjöri eða olíu. Vöfflurnar verða stökkar og fínar ef þær bíða á grind eftir bakstur.

Borið fram með:

Þeyttum rjóma eða ís.

Ljósmynd/Hanna
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert