Trylltasta vöfflu-uppskrift sem sést hefur

Ljósmynd/Hanna

Hér erum við með upp­skrift frá henni Hönnu sem er löngu orðin lands­fræg fyr­ir fal­legu leirpott­ana sína sem hún bak­ar súr­deigs­brauð í ásamt auðvitað ýmsu öðru.

Hér er hún með vöffl­ur sem ættu að slá í gegn hjá þeim sem elska lakk­rís.

Trylltasta vöfflu-uppskrift sem sést hefur

Vista Prenta

Belg­ísk­ar vöffl­ur fyr­ir lakk­rís­fólkið

Hér kem­ur ein súper­auðveld og fljót­leg vöfflu­upp­skrift. Hér er bara nóg að bera fram þeytt­an rjóma eða ís með og svo spill­ir góður kaffi­sopi ekki fyr­ir.

For­vinna

Deigið má laga eitt­hvað áður og stund­um er bara betra að láta það standa aðeins.

Hrá­efni

  • 300 g hveiti
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • 150 g þrist­ar eða snjó­bolt­ar frá Kólus – smátt skorið
  • ¼ tsk. hjart­ar­salt
  • 4 dl mjólk
  • 1 egg
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 80 g smjör – brætt

Verk­lýs­ing

  1. Öllu hrá­efni blandað sam­an – hrært vel
  2. Gott að láta deigið standa aðeins á meðan vöfflu­járnið er að hitna
  3. Bakað – ágætt að smyrja járnið aðeins með smjöri eða olíu. Vöffl­urn­ar verða stökk­ar og fín­ar ef þær bíða á grind eft­ir bakst­ur.

Borið fram með:

Þeytt­um rjóma eða ís.

Ljós­mynd/​Hanna
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka