Besta leiðin til að ná lími af flöskum

Það er gaman að skreyta með flöskum - en það …
Það er gaman að skreyta með flöskum - en það getur verið vandasamt að ná líminu sem situr eftir að miðinn hefur verið rifinn af. Mbl.is/globo.com

Ertu að endurnýta gamlar flöskur eða krukkur og þarft að ná miðanum af? Hér er skotheld aðferð til að ná miðanum og öllu líminu af á mettíma.

Það þykir töff að endurnýta, hugsa um umhverfið og gefa hlutum nýtt líf. Og til þess að gefa gömlum flöskum eða krukkum nýtt líf er fallegra að ná gamla miðanum af flöskunni. Oftar en ekki situr mikið af lími eftir sem erfitt er að ná af og þá þarftu að gera þetta hér.

Svona nærðu gömlu lími af flöskum

  • Taktu miðann af flöskunni sem þú ætlar að hreinsa.
  • Spreyjaðu WD40 á flöskuna og nuddaðu létt yfir með rökum örtrefjaklút. Þú ættir að sjá límið leysast upp.
  • Þvoðu flöskuna vel með vatni og sápu og flaskan verður sem ný.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert