Klassískt eggjasalat veldur háværum skoðanaskiptum

Ljósmynd/Albert Eiríksson

Uppskriftin að klassísku eggjasalati er nokkuð á reiki en almennt er talað um þrjú harðsoðin egg á móti tveimur matskeiðum af majónesi.

Albert Eiríksson stóð fyrir könnun inni á facebooksíðunni Gamaldags matur og þar kom í ljós að fólk hafði í senn sterkar skoðanir á eggjasalati og með hverju bæri að krydda það.

Vinsælasta kryddið reyndist vera:

  1. Arómat
  2. sítrónupipar
  3. salt
  4. dill
  5. hvítlaukssalt
  6. season all
  7. hlöllakrydd
  8. hvítlaukur
  9. karrí
  10. jurtasalt
  11. sellerísalt
  12. paprika
  13. kød og grill 
  14. herbamare

Annað sem var nefnt:

  • graslaukur
  • sætt sinnep
  • sýrður laukur
  • rauðlaukur
  • HP sósa
  • laukur
  • dijon
  • relish
  • beikonbitar
  • rjómi
  • mangó chutney
  • sýrður rjómi
  • kotasæla
  • SS-pylsusinnep
  • blaðlaukssúpa
  • rifinn ostur
  • blaðlaukur
  • agúrkur
  • steinselja
  • epli
  • tabasco
  • sítróna

Heimasíða Alberts: Albert eldar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert