Þau gerast vart sumarlegri matarstellin eins og þetta hér – enda ber það nafn með rentu, eða „Wildflower“. Lyktin og litirnir í náttúrunni lifna við þegar litið er á fíngert matarstellið frá þýska vörumerkinu KAHLA. Nútímalegt stell með vatnslitamáluðum myndum af blómum, laufum og grasi – í ljúfum litatónum.
KAHLA er enginn nýgræðingur þegar kemur að matarstellum, því fyrirtækið fagnaði hvorki meira né minna en 175 ára afmæli fyrir tveimur árum síðan - en það var stofnað árið 1844 af Christian Eckardt. Vörurnar eru seldar í yfir 60 löndum og má sjá víða á hótelum, veitingahúsum sem og heimilum. Og þess má geta að matarstellin frá KAHLA eru fáanleg hér á landi í versluninni Kokku.