Villtustu súkkulaðitýpur síðari ára

Þrjú ný súkkulaðistykki frá Cadbury, hvert öðru villtara.
Þrjú ný súkkulaðistykki frá Cadbury, hvert öðru villtara. mbl.is/Cadbury/Getty

Súkkulaðiframleiðandinn Cadbury færir okkur þrjú splunkuný súkkulaði með bragðtegundum sem þig óraði ekki fyrir að væru til. Um er að ræða súkkulaðiplötur sem hlutu fyrstu þrjú sætin í samkeppni á vegum Cadbury, og munu fara í sölu í september nk. Almenningur getur síðan kosið um sitt uppáhalds, og mun það súkkulaði halda áfram í framleiðslu sem hlýtur flest atkvæðin.

Bragðtegundirnar eru:
Roxy‘s Fizzing Cherry: Samanstendur af mjólkursúkkulaði með mjúkum kirsuberjabitum, stökku kexi og „popping“ nammi sem springur í munni.

Josoff‘s Banoffee Nut Crumble: Er mjólkursúkkulaði með litlum fudge-bitum, gylltum möndlu-karamellubitum og stökku kexi.

Sophie‘s No Frownie Brownie: Mjólkursúkkulaði með súkkulaði brownie-bitum, gyllt-söltuðum karamelluflögum og stökku kexi.

Það verður áhugavert að fylgjast með hvaða súkkulaðiplata mun verða fyrir valinu og rata í hillurnar. Bragðlaukarnir okkar væru til að smakka á þeim öllum!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka