Gordon Ramsay ásakaður um hatursglæp

Ljósmynd/skjáskot af YouTube

Hér er engu logið því fólk tekur mat afar alvarlega og þá sérstaklega ef heimsfrægur kokkur á borð við Gordon Ramsay ruglar í þjóðarréttum þeirra.

Þetta gerðist einmitt þegar Ramsay gerði tilraun til að taka rétt frá Púertó Ríkó, Pagaou, og poppa hann upp eða gera aðeins betri.

Þykir heimamönnum illa farið með góðan rétt og að lýsing hans á réttinum sé hreinlega röng. Netverji brást við með því að ásaka Ramsay um hatursglæp.

Ljóst er að Ramsay verður að stíga varlega til jarðar áður en hann fer að endurhanna þjóðarrétti. Getið þið ímyndað ykkur ef hann hróflaði við hangikjöti og uppstúfi?

Frétt People má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert