Nýjasta æðið er snargalið

Nýjasta trendið samkvæmt TikTok er að breyta pasta í snakk.
Nýjasta trendið samkvæmt TikTok er að breyta pasta í snakk. Mbl.is/ TikTok/@feelgoodfoodie

... eða er það galið? Það er varla hægt að halda utan um öll þau matartrend sem birtast á samfélagsmiðlum, en þetta hér er einmitt eitt af þeim.

Þið munið eftir feta-pastauppskriftinni sem réð ríkjum hér fyrr á árinu, og ekki má gleyma Maltesers-sykurpúðunum eða maísstöngla-rifjunum. Allt frábærar uppskriftir! En það er meira til, því við erum að sjá „pastaflögur“ eða franskar sem eru hugsaðar sem snarl frekar en full máltíð. Pastafranskar eru í meginatriðum pasta sem er útfært sem flögur – stökkar og krassandi, sem þú dýfir í ídýfu að eigin vali og nýtur með bestu lyst. Og eftir að hafa náð tökum á uppskriftinni getur þú kryddað eða leikið þér með hana eins og þú vilt.

Svona gerir þú pastaflögur

  • Pasta, annaðhvort penne eða farfalle
  • ólífuolía
  • krydd að eigin vali, t.d. parmesan, papríka, hvítlaukur, chili eða salt.

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkningum.
  2. Helltu vatninu af og bættu því næst olíu og kryddi að eigin vali saman við pastað.
  3. Ef þú átt Air Fryer geturðu sett pastað í græjuna og stillt á 10 mínútur á 180° hita. Ef þú notast við bakarofn, stilltu hann þá á 200° og eldaðu í 20 mínútur. Hristu aðeins upp í pastanu inn á milli.
  4. Berið fram með ídýfu að eigin vali.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert