Hér býður Hildur Rut okkur upp á grillað fiskitaco, borið fram með sumarlegu salsa og jalapenjo-sósu sem gælir við bragðlaukana. Réttur sem þú vilt alls ekki missa af!
Grillað taco með salsa og sterkri sósu
(fyrir 3-4, ég mæli með 3 litlum tortillum á mann)
- 500 g þorskhnakkar
- Safi úr 1/2 lime
- 1-2 msk. Krónukrydd – Ertu ekki að grænast?
- 1 msk. ferskt kóríander
- 1 tsk. cumin
- 1 msk. ólífuolía
- Litlar tortillur – Street taco frá Mission
- Stappaður fetaostur (salatostur eftir smekk)
Ananas salsa
- ¼ – ½ ferskur ananas
- 2 avókadó
- 10 kokteiltómatar
- 1 msk. kóríander
- Safi úr ½ lime
- Salt & pipar eftir smekk
Einföld jalapeno-sósa
- 2 dl majónes (einnig gott að setja smá sýrðan rjóma)
- 1-2 msk. jalapeno úr krukku
- Salt & pipar
Aðferð:
- Byrjið á því að skera fiskinn í bita eftir smekk og blandið saman í skál við safa úr lime, Krónukryddinu – Ertu ekki að grænast, cumin og ólífuolíu.
- Skerið ananas, avókadó, kokteiltómata og kóríander smátt. Blandið öllu saman, kreistið lime yfir og saltið og piprið.
- Blandið saman majónesi, smátt söxuðu jalapeno, salti og pipar eða setjið í töfrasprotann/matvinnsluvél.
- Dreifið fiskinum á álbakka og grillið í 10 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn.
- Grillið tortillurnar á vægum hita og fyllið þær með salsanu, fiskinum og sósunni. Mmm…og njótið!
Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir