Húsráðið sem nautnaseggir þurfa að kunna

Svefnherbergið er griðarstaður sem við eyðum miklum tíma í á …
Svefnherbergið er griðarstaður sem við eyðum miklum tíma í á sólarhring. mbl.is/

Við eyðum stórum tíma af lífinu upp í rúmi og því ekki að njóta þess sem allra best. Það jafnast fátt á við hrein rúmföt og mjúkt lak – en það sem á til að vanta í upplifunina, er að örva skilningarvitin með góðum ilmi. Hér kemur því uppskrift að lavanderblöndu sem þú getur úðað yfir rúmið þitt og látið það ilma dásamlega. 

Svona býrðu til lavanderblöndu

  • 1 bolli vatn
  • 1 bolli ísóprópýlalkóhól (spritt)
  • 20 dropar af Jasmine-olíu
  • Blandið vel saman og setjið í úðabrúsa.
  • Úðið á rúmið, þá sængur og dýnu og þú munt eiga betri nætur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert