Hafa opnað nýja sælkeraverslun

Margar girnilegar uppskriftir eru að finna á heimasíðunni.
Margar girnilegar uppskriftir eru að finna á heimasíðunni. mbl.is/Komo.is

Ný vefverslun með asískar sælkeravörur hefur litið dagsins ljós og kallast KOMO. Þessi netverslun er fyrsta sinnar tegundar hér á landi – og ef marka má heimasíðuna þeirra, þá mega gúrmenaggar ekki láta þessa framhjá sér fara.

KOMO er samstarfsverkefni tveggja veitingastaða, KORE sem stofnað var árið 2016 og RAMEN MOMO sem hefur verið starfrækt frá árinu 2013. Á heimasíðunni þeirra KOMO.IS, segir að verslunin hafi það að markmiði að bjóða upp á hágæða vörur, þá innlendar sem og erlendar. En þar má einnig nálgast uppskriftir, fræðsluefni og upplýsingar um pop-up viðburði, ásamt öðru tengdu asískri matargerð - og eins verða áherslur á kóreskar og japanskar matarhefðir.

Ramen núðlur, kimchi mæjó, heitar sósur, wasabi rifjárn, matreiðslubækur og svört semsamfræ eru allt vörur sem eru fáanlegar í versluninni og miklu meira til. Hér færðu allt sem þú þarft til að meistara matargerðina í eldhúsinu eins og sannur sælkerakokkur sem kann gott að meta.

Úrvalið er fjölbreytt og girnilegt! Í versluninni má einnig finna …
Úrvalið er fjölbreytt og girnilegt! Í versluninni má einnig finna ýmsan fróðleik, uppskriftir, matreiðslubækur og annað til. mbl.is/Komo.is
KOMO er ný vefverslun sem selur asískar sælkeravörur.
KOMO er ný vefverslun sem selur asískar sælkeravörur. mbl.is/Komo.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert