Besta þrifráðið fyrir pönnuna

Stundum ryðga pönnurnar okkar og þá er gott að kunna …
Stundum ryðga pönnurnar okkar og þá er gott að kunna húsráð sem þetta. mbl.is/

Það er til ein snilldaraðferð til að þrífa ryðgaðar pönnur, og það er þessi hér! Hér kemur „uppskrift“ að aðferð sem þú getur notað til að þrífa pönnuna þína sem á það til að ryðga á botninum.

Svona þrífurðu ryðgaðan botn á pönnu

  • Snúið pönnunni á hvolf.
  • Stráið salti yfir botninn á pönnunni.
  • Stráið natroni yfir.
  • Leggið tvö lög af eldhúspappír ofan á.
  • Hellið ediki yfir pappírinn og látið liggja í 30 mínútur.
  • Takið pappírinn af og skrúbbið með grófum svampi.
  • Skolið og pannan er eins og ný!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka