Sumar-taco sem engan svíkur

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Litríkur, fagur og frábær! Það eru lýsingarorðin sem passa við þennan snilldarrétt Berglindar Hreiðarsdóttur á Gotteri.is.

Rækjutaco

Fyrir 3-4 manns

  • 700 g risarækjur
  • grillolía að eigin vali
  • 8-10 litlar vefjur
  • 3 avókadó
  • ½ mangó
  • ½ rauð paprika
  • ½ rauðlaukur
  • 2 msk. ferskur kóríander
  • kóríandersósa (sjá uppskrift)

Aðferð:

  1. Skolið og þerrið rækjurnar, marinerið upp úr grillolíu í að minnsta kosti klukkustund (ég notaði hunangsgrillolíu þetta skiptið og það kom vel út).
  2. Skerið allt grænmeti/ávexti niður og blandið saman í skál og útbúið sósuna.
  3. Hitið vefjurnar og setjið saman eftir hentugleika.

Kóríandersósa

  • 1 ½ dós sýrður rjómi (270 g)
  • 1 lime (safinn)
  • 3 msk. saxaður kóríander
  • 1 rifið hvítauksrif
  • ½ tsk. salt
  • ½ tsk. pipar

Aðferð:

  1. Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert