Heitustu matar-örnefni landsins

Ísland lumar á mörgum matartengdum heitum út í náttúrunni.
Ísland lumar á mörgum matartengdum heitum út í náttúrunni. mbl.is/EHÁ

Heitustu sólarstaðir Íslendinga þessa dagana eru án efa Norður- og Austurland – þar sem sólin er í glennukeppni og ferðamenn njóta sín með sólarvörn í rassvasanum og pulsur á grillinu. En þeir sem flandra lengra en á næsta tjaldsvæði í leit að ævintýrum, þar sem tröll og álfar leynast í helstu holtum og heiðum – eru þá oftar en ekki með ferðabækur við hönd.

Ein af slíkum ferðabókum er „155 Ísland – Áfangastaðir í alfaraleið“, sem er skrifuð af Páli Ásgeiri Ásgeirssyni. Þar er að finna tíu íslensk örnefni sem dregin eru af mat og matvælum eins og sjá má hér fyrir neðan. Því er nokkuð ljóst að landinn hafi verið svangur þegar hann varpaði fram þessum skemmtilegu nöfnum. 

Berjadalsá – eyðibýli á Snæfjallströnd

Dagverðareyri – bær í Eyjafirði

Grautarflói – á Fljótsdalsheiði fyrir ofan Klaustursel

Kex – skarð milli fjalla við Vestrahorn austan Hornafjarðar

Kjötfönn – sísnævi innst í Blikdal í Esju, talið felustaður matarþjófa

Matarhnjúkur – á fjallgarðinum milli Berufjarðar og Breiðdals

Mjólká – í Arnarfirði

Mörtunga – bær á Síðu

Skyrtunna – tindur í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi

Smjörfjöll – milli Vopnafjarðar og Fljótsdalshéraðs

Vinsæl ferðahandbók - sem er ómissandi í hringferðir landsins.
Vinsæl ferðahandbók - sem er ómissandi í hringferðir landsins. mbl.is/Forlagið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert