Nýtt á markað – „Eitt mest djúsí pizzadeig sem ég hef smakkað“

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Pítsuaðdáendur ættu að leggja við hlustir því komin er í verslanir ný vara frá TORO sem er pítsudeig í duftformi sem einungis þarf að bæta köldu vatni og olíu saman við.

Matargúrúinn Berglind Hreiðars á Gotteri.is prófaði deigið á dögunum og segir það hafa farið fram úr hennar björtustu væntingum.

„Ég var að prófa nýtt ítalskt pizzabotnaduft frá Toro og almáttugur hvað það kom vel út! Ég las aftan á pakkann og sá það þurfti bara að segja kalt ... já kalt vatn, og ólífuolíu. Nú jæja, ég ákvað að hlýða fyrirmælum til tilbreytingar og viti menn, þetta var eitt mest djúsí pizzadeig sem ég hef smakkað. Frábrugðið mörgum sem ég hef gert en einmitt svo dásamlegt að fá smá tilbreytingu svo mér er sannarlega óhætt að mæla með þessari snilld,“ segir Berglind um deigið.

Til að búa til úrvals pítsubotn er sjálfsagt best að fylgja fyrirmælum Berglindar sem eru svohljóðandi:

  1. Setjið vatn, olíu og hráefnin í Toro pokanum saman í hrærivélarskálina.
  2. Hnoðið með króknum í nokkrar mínútur og færið síðan yfir á borð.
  3. Deigið er frekar klístrað en það er best að bæta engu hveiti við, setjið frekar örlítið af matarolíu á hendurnar og hnoðið deiginu í kúlu.
  4. Penslið skál að innan með smá matarolíu, veltið deigkúlunni upp úr svo hún hjúpist olíu, plastið skálina og leyfið að hefast í 30-60 mínútur á meðan þið undirbúið annað.
  5. Stillið síðan ofninn á 275°C (eða það hæsta sem er í boði), skiptið deiginu í tvo hluta og þrýstið út á ofnskúffu með bökunarpappír undir.
  6. Gott er að hafa botninn þunnan svo pizzan nær langleiðina út í kantana á ofnskúffunni en þó ekki alveg. Einnig væri í lagi að gera 3-4 minni hringlaga pizzur sé þess óskað.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert