Gleymdi grillinu og reddaði sér svona

Fólk í útilegum beitir ýmissa ráða þegar kemur að eldamennsku.
Fólk í útilegum beitir ýmissa ráða þegar kemur að eldamennsku. Mbl.is/gentside.com

Það mætti halda að yfir sumartímann séu tjaldsvæðin yfirfull af sjálflærðum skátum sem kunna að bjarga sér, þegar fólk tjaldar í náttúrunni og getur ekki stuðst við öll þau eldhúsáhöld eins og venja er.

Útilegur geta skilið eftir takmarkaða valkosti þegar áhöldin vantar eða kolin eru búin á grillinu. Þá hafa menn og konur gripið í það ráð að elda pulsur án þess að smella þeim á grillið. En hvernig er farið að því? Jú, eina sem til þarf er brúsi og sjóðandi heitt vatn. Þú setur sjóðandi heitt vatn í brúsann og smellir pulsunum þar ofan í – því pulsur eru í raun eldaðar og þurfa aðeins að fá „hita í kroppinn“.

Mbl.is/@ramsay1512_Andrew Ramsay
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert