Eva Ruza velur vikumatseðilinn

Ein fyndnasta kona landsins Eva Ruza, velur matseðil vikunnar að …
Ein fyndnasta kona landsins Eva Ruza, velur matseðil vikunnar að þessu sinni. mbl.is/Biggi Breiðfjörð

Hún er með fyndnari konum landsins og henni er full alvara með matseðil vikunnar sem við kynnum hér til leiks - þó að hún sé ekki reiðubúin til að elda neitt af honum sjálf. Eva Ruza er skemmtikraftur, blómskreytir og áhrifavaldur, en hún flytur einnig hlustendum K100 stjörnufréttir af frægum í Hollywood sem hafa slegið í gegn. Við náðum tali af Evu þar sem hún var nýkomin heim úr ferðalagi með fjölskyldunni og hafði þetta að segja.

„Ég er nýkomin úr dásamlegu veðri fyrir norðan, en þangað flúði ég með fjölskylduna úr bænum eftir hverja haustlægðina á fætur annarri. Og mér finnst mjög mikilvægt að það komi fram að ég svaf í tjaldi. Sem ég hef ekki gert í meira en 10 ár, og hef ekki verið mikill aðdáandi tjaldútilegu. En kona grípur til örþrifaráða til að fá D-vítamín í kroppinn. Fjölskyldan leit á hvert annað og starði vantrúuð á mig þegar ég tilkynnti þeim hátt og snjallt að ég væri búin að redda tjaldi og við værum að fara. Ég fæ fjölmargar misgáfulegar hugmyndir daglega, en þessu áttu þau ekki von á. Við skemmtum okkur konunglega, en tjaldþolið mitt þoldi nú ekki meira en þrjár nætur, en ég held að kannski sé ég orðin útilegukona. Þarf bara að finna mér fellihýsi. Þá get ég alveg tætt af stað - held ég,“ segir Eva og við höfum fulla trú á henni.

Eva hefur stýrt Color Run-lestinni um allt land frá árinu 2015, sem átti að fara fram í ágúst. „Í ljósi nýjustu frétta, þá verður landsbyggðin því miður að bíða eftir mér og litasprengjunni þangað til á næsta ári. Við krossum hins vegar putta og vonum að við getum slegið upp veislunni í Reykjavík þann 28. ágúst,“ segir Eva sem hefur í nógu að snúast og er bókuð nánast allar helgar fram í lok nóvember. „Miss Universe Iceland-keppnin er í september, þar sem ég er kynnir, og svo hver árshátíðin á fætur annarri. Ég vona innilega að allir fái partíið sitt í haust, og allir skemmtikraftar, tónlistarfólk og aðrir kollegar haldi vinnunni sinni. Ég er allavega bjartsýn, enda engin ástæða til annars,“ segir Eva og bætir við; „Eitt í lokin - nennir einhver að koma til mín í viku og elda þennan seðil fyrir mig sem ég setti saman?“

Hægt er að fylgjast með daglegu lífi og ævintýrum Evu Ruzu á samfélagsmiðlinum HÉR.

Mánudagur:

Þriðjudagur:

Miðvikudagur:

Fimmtudagur:

Föstudagur:

Laugardagur:

Sunnudagur:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka