Kæri lesandi, nú gefst þér tækifæri á að finna angan á sænsku kjötbollunum frá IKEA – hvar sem er. Þá meinum við sko líka heima hjá þér.
Verslunarkeðjan IKEA, tilkynnti nú á dögunum að ilmkerti með kjötbolluilm muni verða hluti af svokölluðu „Store in a Box“, sem var sérstaklega búið til fyrir áratugaafmæli vildarklúbb fyrirtækisins.
Vildarklúbburinn, IKEA Family, hefur verið starfrækt í tíu ár og langar fyrirtækið gera vel við viðskiptavini sína með gjafaboxum sem munu innihalda ýmsar vörur sem tengjast versluninni á einn eða annan hátt.
Ekkert hefur enn verið gefið upp hvaða vörur kassinn mun innihalda – fyrir utan þetta stórmagnaða ilmkerti með kjötbolluilmi. Enda eru kjötbollurnar mest selda varan í allri IKEA vöruhúsinu og hafa verið á vinsældalista út um allan heim síðan á níunda áratugnum. Kertið sem ber nafnið Huvudroll, er sagt ilma nákvæmlega eins og höfuðréttur sænska risans – og það er nú alls ekki amalegt ef maður elskar kjötbollur þar að segja.
Það skal þó skýrt tekið fram að einungis er átt við IKEA í Bandaríkjunum þó að við skorum hér með formlega á IKEA hér á landi að taka kjötbollukertin í sölu.