Stórbrotið draumaeldhús í æðislegum lit

Grænt og gómsætt!
Grænt og gómsætt! Mbl.is/Bobedre_©Foto: Andreas Mikkel Hansen, Styling: Glotti Press

Þegar eldhús vekja hrifningu úr órafjarlægð, þá eru þau vel heppnuð – þetta er eitt af þeim.

Þetta guðdómlega eldhús er meira en bara eldhús – það líkist meira fallegri mublu á heimilinu, flöskugrænt með mikilli lofthæð. Hér eru yfirborð innréttingarinnar þakin mjúku möttu línóleum, efni sem var þekktast á fimmta áratugnum en féll í vinsældum í kringum áttunda áratuginn en er orðið vinsælt á ný. Eldhúsrýmið er heilir 25 fermetrar og innréttingin er hönnuð af &Shufl. Smáatriðin í eldhúsinu má finna í koparlituðum handföngum á skápum og lýsingu – en svörtu marmarakeramíkflísarnar eru frá Ítalíu. Þetta er svokallað draumaeldhús ef þið spyrjið okkur.

Heimild: BoBedre

Hér er hvorki meira né minna en sex metra lofthæð …
Hér er hvorki meira né minna en sex metra lofthæð í þessu 25 fermetra eldhúsi. Mbl.is/Bobedre_©Foto: Andreas Mikkel Hansen, Styling: Glotti Press
Koparlituð handföng setja sterkan svip á innréttinguna sem kemur frá …
Koparlituð handföng setja sterkan svip á innréttinguna sem kemur frá &Shufl. Mbl.is/Bobedre_©Foto: Andreas Mikkel Hansen, Styling: Glotti Press
Mbl.is/Bobedre_©Foto: Andreas Mikkel Hansen, Styling: Glotti Press
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert