Kjúklingalundir með trylltu kartöflusalati

Unaðslegur kjúklingaréttur í boði Hildar Rutar.
Unaðslegur kjúklingaréttur í boði Hildar Rutar. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Góðir kjúklingaréttir eru ómissandi í það minnsta einu sinni í viku. Þeir eru líka oftar en ekki uppáhald allra í fjölskyldunni, og þessi réttur mun engan svíkja. Uppskriftin er frá Hildi Rut sem segir að útbúa megi salatið og kryddlöginn kvöldið áður til að spara tíma.

Kjúklingalundir með trylltu kartöflusalati

  • 500-600 g kjúklingalundir
  • 1 msk. Maille-sinnep
  • 1 msk. ólífuolía
  • safi úr ½ sítrónu
  • 1 ½ estragon
  • 1-2 hvítlauksrif, pressuð eða rifin
  • ½ tsk. salt
  • ¼ tsk. pipar

Kartöflusalat

  • 600 g kartöflur
  • 1 dl majónes
  • ½ dl sýrður rjómi
  • safi úr ca ½ sítrónu
  • 2 msk. Maille-dijonsinnep
  • 3 msk. blaðlaukur, smátt skorinn
  • ½ dl fersk steinselja
  • ½ dl ferskur kóríander
  • ½ tsk. laukduft
  • ½ tsk. hvítlauksduft
  • salt & pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Blandið saman sinnepi, ólífuolíu, sítrónusafa, estragoni, hvítlauksrifjum, salti og pipar í stóra skál.
  2. Snyrtið kjúklinginn og blandið honum vel saman við kryddlöginn. Leyfið honum að standa í a.m.k. klukkustund.
  3. Sjóðið kartöflur. Skrælið þær og skerið í bita. Ég keypti forsoðnar kartöflur sem er líka sniðugt.
  4. Blandið saman majónesi, sýrðum rjóma, sítrónusafa, sinnepi, blaðlauk, steinselju, kóríander og kryddi í stóra skál.
  5. Hellið kartöflunum út í og hrærið varlega saman.
  6. Grillið kjúklinginn. Berið fram með kartöflusalatinu og njótið. Einnig gott að bera þetta fram með fersku salati eða öðru grænmeti sem ykkur finnst gott.
Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert